14. október 2024

Vegna boðaðra verkfallsaðgerða

Umboðsmaður barna hefur miklar áhyggjur af boðuðum verkfallsaðgerðum kennara og telur mikilvægt að samið verði áður en til þeirra kemur.

Það er ljóst að ef af verkfallinu verður kemur það til með að hafa umfangsmikil áhrif á nemendur í þessum 8 skólum sem um ræðir, umboðsmaður barna hefur sérstaklega áhyggjur af þeim börnum sem eru fyrir í viðkvæmri stöðu. Þá þarf að leggja mat á þau áhrif sem verkfallið kemur til með að hafa á nemendur og grípa þarf til mótvægisaðgerða með það að markmiði að tryggja réttindi þeirra. Það er mjög alvarlegt ef afleiðingar verkfalls verða þær að viðkomandi nemendur verði af rétti sínum til menntunar og standi þar af leiðandi jafnöldrum sínum ekki jafnfætis. 

Þó verkfallsrétturinn sé sterkur verður ekki litið fram hjá því að börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu og þá er með öllu óheimilt að mismuna börnum. Af þessu tilefni vill umboðsmaður barna árétta mikilvægi þess, varðandi verkfallsaðgerðir almennt, að farið sé eftir ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 19/2013. Samningurinn leggur þær skyldur á stjórnvöld sem og einkaaðila, að leggja sérstakt mat á það hvaða áhrif ákvarðanir og ráðstafanir hafa á börn, en slíkt mat er liður í því að kanna hvort ákvörðun samræmis 3. gr. Barnasáttmálans, um það sem er börnum fyrir bestu.

Leiði mat á áhrifum í ljós að um neikvæð áhrif á börn er að ræða, ber að leita allra leiða til að fyrirbyggja slík áhrif og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum þar sem það er ekki unnt.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica