2. júní 2016

Útgáfa bókar um þátttöku barna og ungmenna - Do rights!

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út bókina Do rights!: Nordic perspectives on child and youth participation (Gerðu rétt!: Þátttaka barna og ungmenna út frá norrænu sjónarhorni). 

Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er sú að Norðurlöndin eigi að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni. Ritinu er ætlað að hvetja stofnanir, fyrirtæki, einstaklinga og aðra til að viðurkenna ábyrgð sína og  stuðla að þátttöku barna og ungmenna í lýðræðislegu samfélagi. 

Í bókinni er að finna verkefni frá öllum Norðurlöndunum sem geta talist góð dæmi um lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna. Frá Íslandi er fjallað um  verkefnið Stjórnlög unga fólksins og kynnti fulltrúi verkefnastjórnar það verkefni á málþingi tengdu útgáfu bókarinnar. 

  

Mynd af kápu bókarinnar Do Rights!

Hér má nálgast bókina á rafrænu formi. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica