30. mars 2022

Upplýsingar um sóttkví og einangrun barna

Sóttvarnaraðgerðir, sóttkví og einangrun hefur svo sannarlega sett sitt mark á líf barna síðustu tvö ár. Umboðsmaður barna óskaði eftir ýmsum upplýsingum frá sóttvarnalækni sem varðar áhrif sóttvarnaaðgerða á börn.

Umboðsmaður barna sendi bréf til sóttvarnalæknis þann 24. febrúar sl. þar sem óskað var meðal annars eftir tölulegum upplýsingum um þann fjölda barna sem hefur sætt sóttkví og einangrun þann tíma sem takmarkanir voru í gildi. 

Svar barst frá sóttvarnalækni þann 16. mars sl. og kemur það fram að alls hafa 56.322 börn á aldrinum 0-17 ára þurft að sæta sóttkví frá upphafi COVID-19 til 10. febrúar 2022. 

Bréf umboðsmanns barna og svar sóttvarnalæknis má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica