11. júlí 2024

Ungmenni ræða um fósturkerfið

Dagana 1. - 2. júlí fór fram fundur ENYA í Bratislava þar sem fjallað var um börn í fósturkerfinu. 

Fundur ENYA (European Network of Young Advisors) fór fram í Bratislava dagana 1. - 2. júlí sl. þar sem 18 ungmenni frá 16 löndum á vegum evrópusamtaka umboðsmanns barna fjölluðu um börn í fósturkerfinu. Júlíana Rós Skúladóttir og Oddi Sverrisson voru fulltrúar embættisins á fundinum og stóðu sig með endæmum vel. 

Nokkur undirbúningur var fyrir fundinn en fyrr á árinu voru unnar tillögur í hverju landi fyrir sig og tóku nokkur ungmenni þátt í þeirri vinnu hjá umboðsmanni barna. Í júlí fór síðan fram vinnufundur í Bratislava, sem umboðsmaður barna í Slóvakíu hélt utan um. Þar mættu ungmenni alls staðar úr Evrópu sem ræddu tillögurnar í hópum og loks samþykktu þau lokatillögur hópsins. Fundurinn var mjög lærdómsríkur og áhugavert að kynnast aðstæðum barna í ólíku löndum og hvernig fósturkerfið er útfært í hverju landi fyrir sig.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica