1. apríl 2016

Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

Óskað var eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 1. apríl 2016.

Óskað var eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 1. apríl 2016.

Skoða tillöguna.
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

 

Velferðarnefnd Alþingis

 

Reykjavík, 1. apríl 2016
UB:1604/4.1.1

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

 

Umboðsmaður barna hefur fengið til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun). 

Umboðsmaður barna hefur ekki haft tök á því að kynna sér með ítarlegum hætti þær hugmyndir sem koma fram í ofangreindri tillögu. Umboðsmaður telur þó jákvætt að leitað verði leiða til þess að tryggja aukinn jöfnuð meðal barna hér á landi. Of mörg börn búa við efnislegan skort og er því mikilvægt hagsmunamál fyrir börn að tryggja þeim og fjölskyldum þeirra þá grunnframfærslu sem þau eiga rétt á.

 

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica