28. apríl 2022

Systurstofnanir í Belgíu heimsóttar

Umboðsmaður barna heimsótti embætti umboðsmanna barna í Belgíu í síðustu viku til að kynna sér starfsemi embættana og réttindagæslu fyrir börn.

Í síðustu viku heimsótti Salvör Nordal, umboðsmaður barna, embætti umboðsmanna barna í Belgíu, annars vegar Kinderrechtencommissariaat, sem Caroline Vrijens leiðir og hins vegar Délégué général aux droits de l'enfant, sem leitt er af Bernard De Vos. Í heimsókninni var m.a. rætt um evrópskt samstarf umboðsmanna barna, réttindagæslu fyrir börn og starfsemi embættanna. Þá fundaði Salvör einnig með forseta flæmska þingsins, Liesbeth Homans, en á þeim fundi var m.a. rætt um þá ráðstöfun að annað embætti umboðsmanns barna í Belgíu heyrir undir þingið og er með starfsemi sína í þinghúsinu. 

278811885_562372735122398_1921096561214031226_n

278611698_702971124176746_44483035730669448_n

278786472_720052692776094_1676085058994403831_n

278852599_558053882329575_1667955712074417527_n


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica