Staða fylgdarlausra barna
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til dómsmálaráðherra, forstjóra Útlendingastofnunar og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu vegna stöðu fylgdarlausra barna.
Í bréfinu óskar umboðsmaður barna eftir fundi með þessum aðilum vegna stöðu fylgdarlausra barna og barna sem koma í fylgd annarra en foreldra sinna og hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd.