Skólaráð framhaldsskóla
Samkvæmt 7. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, skulu skólar starfrækja skólaráð, sem skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skal skólaráð, auk skólameistara, vera skipað staðgengli hans sem og fulltrúum kennara og nemanda. Fram kemur í sömu grein að heimilt er að setja í reglugerð nánari ákvæði um skipan, skólaráðs, verksvið þess og starfshætti.
Starf skólaráða framhaldsskóla er með mismunandi hætti og hafa umboðsmanni barna borist athugasemdir um að þörf sé á frekari leiðbeiningum um starfsemi skólaráða. Embættið sendi því bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort að nýta eigi umrædda reglugerðarheimild til að skýra hvernig starfsemi skólaráða framhaldsskóla skuli háttað.