19. maí 2008

Skólaganga barna í fóstri - Skýrsla

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu um skólagöngu barna sem eru í fóstri utan lögheimilissveitarfélags. Skýrslan gefur til kynna að börn í tímabundnu fóstri njóti ekki sama réttar til skólagöngu og önnur börn.

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu um skólagöngu barna sem eru í fóstri utan lögheimilissveitarfélags. Skýrslan er unnin úr upplýsingum frá barnaverndarnefndum sem umboðsmaður óskaði eftir vegna ábendinga um að oft gengi erfiðlega að fá skólayfirvöld til að taka við börnum í tímabundnu fóstri og að brögð væru að því að fósturbörnum væri synjað um skólavist í viðtökusveitarfélagi. Skýrslan gefur til kynna að börn í tímabundnu fóstri njóti ekki sama réttar til skólagöngu og önnur börn.

Mikilvægt er að tekið sé á þessum vanda sem fyrst og gerðar séu ráðstafanir til að börn í tímabundnu fóstri njóti þessa réttar síns í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Opna skýrslu umboðsmanns barna um skólagöngu barna í fóstri (PDF).

Umboðsmaður hefur sent eftirfarandi aðilum skýrsluna:

  • Forsætisráðherra
  • Félagsmálaráðherra
  • Menntamálaráðherra
  • Menntamálanefnd Alþingis
  • Barnaverndarstofu
  • Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Skólaskrifstofum landsins
  • Skólanefndum landsins
  • Barnaverndarnefndum landsins

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica