Skert starfsemi vegna sumarfría
Skert starfsemi vegna sumarfría hjá starfsfólki umboðsmanns barna
Sumarleyfistíminn er nú genginn í garð og verður starfsemi embættisins því með minna móti í júlí. Það þýðir að bið getur orðið á svörun erinda sem berast þann tíma sem sumarleyfi starfsfólks stendur yfir. Sem fyrr njóta þau erindi sem berast frá börnum forgangs og verður svarað eins fljótt og auðið er.
Við trúum því að sólin sé handan við hornið, höldum glaðbeitt inn í sumarið og hlökkum til að takast á við skemmtileg verkefni í sumarleyfislok.
Mynd: Benjamin Suomela / Norden.org
Að lokum minnum við á að sumarið getur verið skemmtilegur tími fyrir foreldra og aðra til að eiga með börnum sínum og njóta góðra samveru. Framundan eru bæjarhátíðir og aðrar skemmtanir og þar hefur jákvæð samvera barna og foreldra mikið forvarnargildi.