Ráðstefnan "Löggæsla og samfélagið"
Ráðstefnan "Löggæsla og samfélagið" fór fram dagana 4. – 5. október sl. við Háskólann á Akureyri en meðal fyrirlesara var Hafdís Una, lögfræðingur hjá embættinu.
Rástefnan Löggæsla og samfélagið fór fram dagana 4. – 5. október sl. við Háskólann á Akureyri. Námsbraut lögreglufræða stóð fyrir ráðstefnunni sem fram fór í sjötta sinn, en þema ráðstefnunnar í ár var ofbeldi í sinni víðustu merkingu.
Viðburðurinn var afar vel sóttur og boðið var upp á 60 erindi frá fyrirlesurum víðsvegar að úr heiminum. Umfjöllunarefni voru m.a. ofbeldi meðal ungmenna, lögreglumenntun, forvarnir, valdbeiting lögreglu, ofbeldi gagnvart börnum og netbrot.
Hafdís Una Guðnýjardóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni barna hélt erindi um börn sem brotaþola og barnvæna réttarvörslu (e. Child Friendly Justice), en brýnt er að huga sérstaklega að réttindum barna innan réttarvörslukerfisins og við rannsókn og meðferð mála hjá lögreglu. Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni barna sótti einnig ráðstefnuna.