Ráðstefna um umskurð drengja
Í gær tók Salvör Nordal, umboðsmaður barna þátt í ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu sem haldin var af Samráðsvettvangi trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.
Á ráðstefnunni fjallaði Salvör meðal annars um yfirlýsingu umboðsmanna barna á Norðurlöndunum um umskurð. Í erindi sínu sagði Salvör meðal annars „umskurður sem er framkvæmdur án læknisfræðilegrar nauðsynjar á einstaklingi sem ekki getur veitt samþykki sitt brýtur á rétti hans, ekki hvað síst vegna þess að aðgerðin er óafturkræf og sársaukafull“.
Í máli sínu vísaði hún í umsögn umboðsmanns barna sem hægt er að lesa nánar hér á vefsíðunni.
Mynd: Benjamin Suomela / Norden.org