Ráðstefna Evrópuráðs í Strasbourg og heimsókn til umboðsmanns barna í París
Í síðustu viku sótti skrifstofa embættis umboðsmanns barna ráðstefnu Evrópuráðs um réttindi barna í Strasbourg, Frakklandi og heimsótti umboðsmann barna í París.
Skrifstofa embættis umboðsmanns barna hélt til Frakklands í síðustu viku. Í ferðinni heimsótti starfsfólk embættisins skrifstofu umboðsmanns barna í Frakklandi og sótti ráðstefnu Evrópuráðs um réttindi barna, en ráðstefnan bar yfirheitið Building a Europe for and with Children: Mid-Term Review Conference of the Stragety for the Rights of the Child (2022-2027).
Fyrst var förinni heitið til París í heimsókn til umboðsmanns barna í Frakklandi. Þar hitti starfsfólk umboðsmann barna í Frakklandi, Eric Delemar, og átti með honum góðan fund og fékk að kynnast starfsemi umboðsmanns barna í Frakklandi.
Salvör Nordal og Eric Delemar
Starfsfólk á svölum skrifstofu umboðsmanns barna í París, Frakklandi
Fyrir utan skrifstofu umboðsmanns barna í París, Frakklandi
Þá var förinni heitið á ráðstefnu Evrópuráðs um réttindi barna í Strasbourg, Frakklandi. Starfsfólk sat fyrirlestra og fundi um barnvæna réttarvörslu, um tækni og börn, um börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun og ofbeldi, um líkamlega heilsu barna og um rétt barna til þess að taka þátt í ákvörðunum er varða þau. Hægt er að lesa nánar um ráðstefnuna hér. Eftir ráðstefnuna heimsótti starfsfólk mannréttindadómstól Evrópu og kynnti sér starf dómstólsins.
Á ráðstefnu Evrópuráðs í Strasbourg, Frakklandi
Fyrir utan húsnæði fastanefndar Íslands hjá Evrópuráðinu