28. ágúst 2024

Ráðgjafarhópurinn aftur af stað

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hélt sinn fyrsta fund í gær eftir gott sumarfrí. 

Það er alltaf tilhlökkunarefni hjá embættinu þegar ráðgjafarhópurinn kemur saman að loknu sumarfríi. Starf hópsins er öflugt en hann hefur verið embættinu innan handar síðan 2009 um ýmis málefni sem varðar börn í samfélaginu. 

Á þessum fyrsta fundi annarinnar var yfir áherslumál hópsins fyrir komandi vetur og þar voru samgöngumál ofarlega á blaði. Þá mætti Victor Berg, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fundinn og fór stöðuna hvað varðar þátttöku barna. 

Það er spennandi vetur framundan hjá ráðgjafarhópnum. 

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna er fyrir 12 - 17 ára ungmenni sem hafa brennandi áhuga á réttindum barna og vilja koma skoðun sinni á framfæri. 

ráðgjafarhópur fundar


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica