19. febrúar 2024

Nýtt barna- og ungmennaráð heimsmarkmiðanna

Nýtt barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ hélt sinn fyrsta fund á dögunum. Á fundinum voru fráfarandi fulltrúum þökkuð góð störf í þágu ráðsins.

Nýtt barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hélt sinn fyrsta fund í Reykjavík dagana 15. og 16. febrúar sl. Ráðið átti m.a. fund með Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Landvernd, heilbrigðisráðherra og umboðsmanni barna.

Fráfarandi fulltrúar ráðsins tóku einnig þátt á fundinum þar sem þau deildu reynslu sinni og upplifun til nýrra fulltrúa. Við þökkum þeim sérstaklega fyrir vel unnin störf á síðustu tveimur árum og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Nýir fulltrúar ráðsins voru kosnir á barnaþingi sem haldið var í nóvember 2023 og valdir úr góðum hópi umsækjenda.

Nánari upplýsingar um barna- og ungmennaráð heimsmarkmiðanna er að finna á vefsíðu ráðsins og einnig er hægt að fylgjast með störfum þess á Facebook og Instagram

  • Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ
  • barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ
  • barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ
  • barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ
  • barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica