Nýir talsmenn barna á Alþingi
Mikilvægt að þingmenn hlusti á raddir barna
Átta þingmenn undirrituðu í dag, þann 19. mars, yfirlýsingu þess efnis að þeir myndu skuldbinda sig til þess að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínum störfum á þinginu. Þar með gerðust þeir talsmenn barna á Alþingi og munu leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Er þetta í þriðja sinn sem þingmenn eru tilnefndir sem talsmenn barna á Alþingi.
Áður höfðu þingmennirnir sótt námskeið þar sem fulltrúar Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna, ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF kynntu þeim ákvæði Barnasáttmálans og hvernig hann nýtist við ákvarðanatöku og stefnumótun.
Í dag stýrðu fulltrúar þessara ungmennaráða undirrituninni á Alþingi og ávörpuðu þingmenn. Ungmennin óskuðu nýjum talsmönnum barna til hamingju með hlutverkið og lögðu áherslu á mikilvægi þess að þingmenn hlusta á radir barna.
Hver flokkur tilnefndi einn aðalmann og einn varamann og eru eftirtaldir þingmenn talsmenn barna á yfirstandandi þingi:
Flokkur fólksins
Aðalmaður: Inga Sæland
Varamaður: Guðmundur Ingi Kristinsson
Framsóknarflokkur
Aðalmaður: Líneik Anna Sævarsdóttir
Varamaður: Willum Þór Þórsson
Miðflokkur
Aðalmaður: Gunnar Bragi Sveinsson
Varamaður: Anna Kolbrún Árnadóttir
Píratar
Aðalmaður: Jón Þór Ólafsson
Varamaður: Björn Leví Gunnarsson
Samfylking
Aðalmaður: Oddný G. Harðardóttir
Varamaður: Ágúst Ólafur Ágústsson
Sjálfstæðisflokkur
Aðalmaður: Bryndís Haraldsdóttir
Varamaður:
Viðreisn
Aðalmaður: Þorsteinn Víglundsson
Varamaður: Hanna Katrín Friðriksson
Vinstri Græn
Aðalmaður: Andrés Ingi Jónsson
Varamaður: Steinunn Þóra Árnadóttir
Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi eiga hugmyndina að því að skipa talsmenn barna. Var það gert í fyrsta skipti árið 2014 í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmálans.