26. september 2022

Gjaldtaka í strætisvögnum fyrir börn

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til stjórnar Strætó BS. og borgarstjóra Reykjavíkurborgar vegna hækkunar á gjaldskrá ungmenna og gjaldfrelsi barna á grunnskólaaldri í strætó. 

Bréfin fylgja eftir fyrri bréfaskriftum umboðsmanns barna vegna hækkunar á árskortum ungmenna og hvernig sú hækkun samræmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu, sem er enn ósvarað. 

Svör við erindinu munu birtast hér fyrir neðan eftir því sem þau berast embættinu en í 1. mgr. 5. gr. laga um umboðsmann barna nr. 83/1994 kemur fram að:

Stjórnvöldum er skylt að veita umboðsmanni barna allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu og unnið að því að stjórnvöld taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna, á öllum sviðum samfélagsins.

Uppfært 7. október 2022

Svar barst frá skrifstofu borgarstjóra með tölvupósti fimmtudaginn 6. október. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica