8. nóvember 2021

Fundur um sóttvarnir á barnaþingi

Umboðsmaður barna átti fund í dag með staðgengli sóttvarnalæknis í dag. Umræðuefni fundarins voru sóttvarnaráðstafanir á barnaþingi sem fer fram í Hörpu síðar í nóvember. 

Salvör Nordal umboðsmaður barna fundaði í dag með Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, staðgengli sóttvarnalæknis um sóttvarnaráðstafanir á barnaþingi sem fram fer í Hörpu í Reykjavík dagana 17. og 18. nóvember nk. Skipulag þingsins mun taka mið af gildandi sóttvarnareglum og áhersla verður lögð á tryggja öryggi barnaþingfulltrúa og annarra gesta. Góðar aðstæður í húsnæði Hörpu gera embættinu samt sem áður kleift að halda glæsilegan viðburð þar sem virk þátttaka barna er í fyrirrúmi.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica