Niðurstöður Krakkakosninga
Niðurstöður Krakkakosninga voru tilkynntar í kosningasjónvarpi RÚV, laugardaginn 1. júní sl.
Krakkakosningar fóru víða fram í grunnskólum dagana fyrir forsetakosningar og voru niðurstöður kynntar á kosningavöku RÚV, laugardaginn 1. júní sl.
Niðurstöður Krakkakosninga
Alls tóku 5.394 nemendur frá 55 grunnskólum þátt í Krakkakosningum til forsetakosninga 2024. Niðurstöðurnar voru svohljóðandi:
- Jón Gnarr, 26,5%
- Halla Hrund Logadóttir, 13,9%
- Arnar Þór Jónsson, 13,8%
- Katrín Jakobsdóttir, 11,8%
- Baldur Þórhallsson, 9,9%
- Viktor Traustason, 6,2%
- Halla Tómasdóttir, 5,0%
- Ásdís Rán Gunnarsdóttir, 4,4%
- Ástþór Magnússon, 2,6%
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 1,6%
- Helga Þórisdóttir, 1,5%
- Eiríkur Ingi Jóhannsson, 0.6%
Auðir og ógildir seðlar voru 178 eða 3,3%
Krakkakosningar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV og voru haldnar í sjötta skipti og í annað sinn í tengslum við forsetakosningar. Með Krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um rétttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið.
Umboðsmaður barna þakkar öllum þeim sem tóku þátt í Krakkakosningum í ár.