Náum áttum morgunverðarfundur 5. nóvember
Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand Hótel, þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. Umræðuefni fundarins verður að þessu sinni "Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag" sjá auglýsingu hér að neðan.
Á fundinum verður Laura Lundy með erindi þar sem hún mun fjalla sérstaklega um börn sem verjendur réttinda. Aðrir frummælendur verða Elísabet Gísladóttir, sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og þær Ída Karólína Harris og Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir ungmenni sem tekið hafa þátt í loftslagsmótmælum.
Þátttökugjald er krónur 3.000 krónur sem þarf að staðgreiða og er morgunverður innifalinn.
Skráning er hér á vefsíðu Náum áttum hópsins.