Mygla í grunnskólum
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna myglu í grunnskólum og skyldur skólayfirvalda í þeim efnum.
Bréf umboðsmanns barna er ætlað að fylgja eftir þeim fjölmörgu ábendingum og fyrirspurnum sem embættið hefur fengið vegna myglu- og rakaskemmda í grunnskólum.
Í bréfinu er ráðuneytið hvatt til að setja fram leiðbeiningar um það til hvaða aðgerða skólastjórnendur eigi að grípa til ef upp koma vandamál tengd myglu- og rakaskemmdum.