30. júní 2022

Mótttökustöð fyrir flóttafólk heimsótt

Starfsfólk embættisins heimsótti í dag móttökustöð fyrir flóttafólk í húsi Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík. 

Freyja Oddsdóttir tók á móti starfsfólki umboðsmanns barna og upplýsti um starfsemi móttökustöðvarinnar og þjónustu hennar við börn og fjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi. Móttökumiðstöðin í Domus Medica tók til starfa í apríl á þessu ári og þar er tekið á móti flóttafólki um leið og það kemur til landsins. 

Móttökumiðstöðin í Domus Medica tók til starfa í apríl á þessu ári og þar fær flóttafólk þá þjónustu sem það þarf á að halda á fyrstu dögum og vikum hér á landi, á einum og sama stað. Í móttökumiðstöðinni er að finna fulltrúa ýmissa stofnana sem koma að málefnum flóttafólks eins og Útlendingastofnun, lögregla, heilsugæsla, Fjölmenningarsetur og Vinnumálastofnun.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica