28. september 2022

Málþing um börn fanga

Umboðsmaður barna boðar til fundar í samvinnu við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, mánudaginn 3. október nk. kl. 15:00. 

Börn fanga - hin þöglu fórnarlömb fangelsunar

Umboðsmaður barna boðar til fundar í samvinnu við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, mánudaginn 3. október frá kl. 15:00 - 16:15, þar sem fjallað verður um niðurstöður tveggja rannsóknarverkefna um réttindi barna sem eiga foreldra í fangelsum og tengsl fanga við börn sín.

Verkefnin voru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands, í stofu 101 í Odda.

Á fundinum munu þau Lilja Katrín Ólafsdóttir lögfræðingur og Daníel Guðjónsson meistaranemi í afbrotafræði kynna helstu niðurstöður rannsóknarverkefna sinna. Að kynningu lokinni verða pallborðsumræður með Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, Helga Gunnlaugssyni, prófessor, Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, og Ragnheiði Bragadóttur, prófessor við Háskóla Íslands. 

Umræðum stýrir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.

Málþingið er öllum opið.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica