9. október 2017

Málstofa um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra

Landssamtökin Þroskahjálp og Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar standa fyrir málstofu um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra.

Landssamtökin Þroskahjálp og Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar  standa fyrir:

Málstofu um stöðu og  aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra. 
Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 27. október 2017  kl. 8.30-12.00.

Málstofan er haldin í samvinnu við Barnaheill,  Barnaverndarstofu, barnavernd Reykjavíkur, Samband ísleskra sveitarfélaga , umboðsmann barna,  velferðsvið Reykjavíkurborgar og velferðaráðuneytið.

Hægt er að skrá sig hér á heimasíðu Landssamtakanna Þroskahjálpar

 

Dagskrá:

8.30-8.35 Setning.

8.35-8.50 Virðing fyrir heimili og fjölskyldulífi. Uppfyllir Ísland ákvæði 23 gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?  
Fulltrúi frá dómsmálaráðuneytinu.

8.50- 9.05 Staða seinfærra foreldra hérlendis.  
Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor.

9.05.9.10 Fyrirspurn/innlegg frá seinfæru foreldri.

9.10-9.25 Aðkoma mæðra- og ungbarnaverndar að aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra.
Sesselja Guðmundsdóttir sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar, þróunarstofu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

9.25-9.30 Fyrirspurn/innlegg frá seinfæru foreldri.

9.30-9.45 Hlutverk Barnaverndarstofu gagnvart seinfærum foreldrum.  
Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu.  

9.45-9.50 Fyrirspurn/innlegg frá seinfæru foreldri.

9.50-10.05   Skref fyrir skref þjónusta fyrir seinfæra foreldara ungra barna .                            
Lilja Rós Agnarsdóttir félagsráðgjafi og yfirmaður Áttunar uppeldisráðgjafar í Kópavogi

10.05-10.25 Kaffi

10.25-10.40 Hvernig veitir félagsþjónusta  sveitarfélaga  seinfæru foreldri aðstoð?
Anna Marit Níelsdóttir og Karólína Gunnarsdóttir, Akureyri.

10.40-10.55 Eftirlit og skyldur barnverndar varðandi aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra.
Fulltrúi frá barnvernd Reykjavíkur.

10.55-11.00 Fyrirspurn/innlegg frá seinfæru foreldri.

11.00-11.15   Aðkoma réttindagæslu málefna fatlaðs fólks að aðstoð við seinfæra foreldra.
Auður Finnbogadóttir, réttindagæslumaður.

11.15-11.30 Að alast upp hjá seinfæru foreldri.
Lilja Árnadóttir.

11.30-11.45 Réttarstaða seinfærra foreldra í barnverndarmálum.  
Oddgeir Einarsson, lögmaður.

11.45-12.00 Hvað þarf að laga varðandi aðstoð við seinfæra foreldra?
María Hreiðarsdóttir, móðir.

12.00. Niðurstöður og ráðstefnuslit.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica