17. nóvember 2022

Lýðræðisleg þátttaka ungmenna

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf um lýðræðislega þátttöku ungmenna í framhaldsskólum. 

Í bréfinu er á það bent að framhaldsskólar hafa engar heimildir til þess að taka tillit til þátttöku í t.d. starfi ungmennaráða við skráningu fjarvista, en slíkar heimildir eru til staðar fyrir skráningu fjarvista vegna þátttöku ungmenna í íþróttastarfi.

Í bréfinu hvetur umboðsmaður barna ráðherra til þess að taka til skoðunar hvernig hvetja má ungmenni til frekari lýðræðislegrar þátttöku og styðja við hana, sem hluti af alhliða menntun þeirra sem hefur auk þess ótvírætt samfélagslegt gildi. 


Uppfært 30. maí 2023

Svar barst frá mennta- og barnamálaráðuneytinu með tölvupósti þann 30. maí 2023. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica