4. október 2019

Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Þann 1. október sl. gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- eða grunnskólum. 

Þar kemur fram að beiðnum frá forsjáraðilum um tvöfalda grunnskólagöngu barna hafi fjölgað en það er mat sambandsins að tvöföld leik- eða grunnskólavist barna samræmist ekki ákvæðum viðkomandi laga. Ráðleggur sambandið því öllum sveitarfélögum að hafna slíkum beiðnum.

Þá tekur embætti umboðsmanns barna undir það sem fram kemur í álitinu um að rétt sé að miða við að foreldrar lagi sig að aðstæðum barns, til að tryggja því samfellu í daglegu lífi, öryggi og festu fremur en að barnið aðlagi sig að aðstæðum foreldranna.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica