9. febrúar 2022

Laust starf lögfræðings

Umboðsmaður barna auglýsir eftir lögfræðingi til starfa á skrifstofu embættisins. Umboðsmaður barna starfa samkvæmt lögum nr. 83/1994 og eru verkefni embættisins fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi.

Hæfniskröfur:

· Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.

  • Góð þekking á réttindum barna.
  • Reynsla á sviði stjórnsýslu.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Þekking á einu Norðurlandamáli er kostur.
  • Áhersla er lögð á skipulögð vinnubrögð, frumkvæði, faglegan metnað og hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélags lögfræðinga. Ráðningartími verður eitt ár með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar veitir Salvör Nordal, umboðsmaður barna og Guðríður Bolladóttir, yfirlögfræðingur í gegnum netfangið ub@barn.is.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sótt erum starfið á Starfatorgi. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica