18. desember 2024

Jólafundur ráðgjafahópsins

Ráðgjafahópur umboðsmanns barna hélt sinn síðasta fund á árinu 2024 þann 12. desember síðastliðinn.

Ráðgjafahópurinn fagnaði lokum á góðu starfsári á síðasta fundi ársins sem haldinn var á skrifstofu embættis umboðsmanns barna. Starf hópsins hefur verið öflugt í ár, en hann hefur starfað síðan  2009.

Á fundinum var farið yfir verkefni sem hópurinn tekur þátt í snemma á næsta ári. Ljóst er að nóg verður að gera hjá hópnum strax í janúar. Umboðsmaður barna Salvör Nordal mætti á fundinn og tók þátt í umræðum. Embættið þakkar hópnum fyrir virkilega vel unnin störf á liðnu ári og hlakkar til komandi árs.


Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna er fyrir 12 - 17 ára ungmenni sem hafa brennandi áhuga á réttindum barna og vilja koma skoðun sinni á framfæri.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica