Heimsókn frá Litháen
Embættið fékk góða heimsókn frá umboðsmanni barna í Litháen sem er hér á landi til að kynna sér ýmsa starfsemi sem fram fer í þágu barna á Íslandi.
Edita Žiobienė er umboðsmaður barna í Litháen og átti hún ásamt fylgdarfólki gott samtal við Salvöru Nordal um aðstæður barna bæði í Litháen og á Íslandi. Þá hafa þau meðal annars verið að kynna sér málefni fatlaðra barna hér á landi og meðal annars heimsótt sérskólana Klettaskóla og Brúarskóla.
Það er alltaf ánægjulegt að fá heimsókn frá erlendum umboðsmönnum barna. Í þeim heimsóknum gefast gjarnan tækifæri til umræðu um réttindi barna og fræðast um hin ýmsu verkefni sem unnin eru í þágu barna.