14. apríl 2023

Heimsókn á norðvesturland

Dagana 17. - 19. apríl nk. mun umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins vera á ferð um norðvesturland. Markmið ferðarinnar er m.a. að hitta þau sem vinna að málefnum barna og heimsækja grunnskóla staðarins. 

Ferðin er hluti af þeirri stefnu embættisins að heimsækja sveitarfélög, auka sýnileika og efla tengsl við þau sem vinna að málefnum barna víðsvegar um landið. Að þessu sinni verður farið til Húnaþings vestra, Húnabyggðar og Skagastrandar. Meðan á ferðinni stendur er hægt að fylgjast með okkur á Facebook og Instagram þar sem við munum pósta fregnum af ferðinni. 

Á meðan má hins vegar búast við að símsvörun verði í lágmarki en við bendum á að alltaf er hægt að senda okkur tölvupóst.

Þá minnum við á að fimmtudagurinn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti sem mörg börn bíða eftir. Útivistartími barna lengist þó ekki fyrr en 1. maí en þá mega börn yngri en 12 ára vera úti til kl. 22 en börn sem eru 13 - 16 ára mega þá vera úti til kl. 24. Við minnum þó á að börn og ungmenni þurfa á góðum svefn að halda sérstaklega þegar skóli er daginn eftir. Foreldar mega því alltaf setja reglur sem rúmast innan útivistartímans. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica