16. febrúar 2012

Góðverk dagsins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að dagana 20. – 24. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að dagana 20. – 24. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“.

Góðverkadagarnir eru ný útfærsla á nær aldagamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag.

Verkefnið miðast við að árlega verði haldnir sérstakir Góðverkadagar seinnipart febrúarmánaðar með virkri þátttöku allra landsmanna.

Markmiðið með verkefninu „Góðverk dagsins“ er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica