20. júlí 2023

Fundur ENYA á Möltu

Tveir fulltrúar úr ráðgjafarhópnum fóru á fund ENYA á Möltu í byrjun júli.

Tveir fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, þær Aldís og Kolbrún, sóttu dagana 3.-5. júlí fund ENYA (European Network of Young Advisors) sem vinnur með samtökum evrópskra umboðsmanna barna. Fundurinn var haldinn á Möltu og hann sóttu um 36 ungmenni frá 18 löndum. Á fundinum var sjónum einkum beint að hlutverki umboðsmanna barna og bar hann yfirskriftina Let’s Talk Young, Let’s Talk about Promoting and Protecting Children’s Rights. Skipulagið á Möltu var til fyrirmyndar og hópurinn vann frábærlega vel saman og lauk við tillögur sínar þann 5. júlí. Þrátt fyrir stífa dagskrá gafst tími til að skoða sig aðeins um og njóta góða veðursins. Farið var til Medina og til höfuðborgarinnar Valletta. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica