25. febrúar 2025

Fundur barna- og ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu 16. og 17. febrúar sl. 

Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði í Reykjavík dagana 16. og 17. febrúar sl. Ráðið fundaði með fulltrúum frá forsætisráðuneytinu og áttu samráðsfund með utanríkisráðuneytinu vegna aðildar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 2025-2027. 

Lögð verður áhersla á réttindi barna í mannréttindaráðssetunni og fengu fulltrúar ráðsins að eiga samtal við starfsfólk ráðuneytisins um stöðu og sýn barna í málaflokknum. Fulltrúar ráðsins gistu eina nótt í Reykjavík og hófu undirbúningsvinnu fyrir ríkisstjórnarfund sem haldinn verður í vor. Nánari upplýsingar um barna- og ungmennaráð heimsmarkmiðanna er að finna á vefsíðu ráðsins og einnig er hægt að fylgjast með störfum þess á Facebook og Instagram.

Buhsth1

Á fundi í utanríkisráðuneytinu

Buhsth2

Fundur með Ástu og Eggerti frá forsætisráðuneytinu

Buhsth3

Rýnt í áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna

Buhsth4

Hópavinna í undirbúningi fyrir fund ráðsins með ríkisstjórn Íslands


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica