Frumvarp til laga um útlendinga og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, 564. mál
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um útlendinga og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi (ýmsar breytingar, 564. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 6. júní 2018.
Skoða frumvarpið.
Skoða feril málsins.
Umsögn umboðsmanns barna
Reykjavík, 6. júní 2018
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi (ýmsar breytingar), 564. mál.
Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 29. maí sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um framangreint frumvarp.
Umboðsmaður barna fagnar sérstaklega breytingartillögu 2. gr. frumvarpsins þar sem barnaverndaryfirvöldum hefur verið bætt við þær stofnanir sem hafa heimild til að miðla á milli sín viðkvæmum persónuupplýsingum. Umboðsmaður telur það vera í samræmi við bestu hagsmuni barnsins að heimildir stjórnvalda til vinnslu persónuupplýsinga og samkeyrslu séu víkkaðar á þann hátt, þannig að hægt sé að fá raunhæfa mynd af aðstæðum viðkomandi barns. Nú er komin ákveðin reynsla á útlendingalögin og hafa þónokkrir aðilar vakið athygli umboðsmanns á því að heimild til að miðla persónuupplýsingum á milli barnavernda og þeirra aðila sem taldir eru upp í 1. mgr. 17. gr. útlendingalaga væri til mikilla hagsbóta þar sem barnaverndarnefndir geyma oft upplýsingar um hag barns sem geta skipt sköpum í ákvörðun Útlendingastofnunar um dvalarleyfi, alþjóðlega vernd eða framkvæmd flutnings úr landi.
Virðingarfyllst,
Salvör Nordal,
umboðsmaður barna