28. mars 2018

Frumvarp til laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, 293. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, 293. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 28. mars 2018.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, 293. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 28. mars 2018.

Skoða frumvarpið. 
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

Reykjavík, 28. mars 2018

 

Efni: Frumvarp til laga  um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, 293. mál.

 

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 9. Apríl sl., þar sem óskað var eftir umsögn umboðsmanns barna um framangreint frumvarp.

Í frumvarpinu og greinargerð með því kemur fram að nauðsynlegt sé talið að setja heildarlöggjöf um efni og lyf sem notuð eru í þeim tilgangi að bæta líkamlega frammistöðu einstaklinga, einkum í keppnisíþróttum. 

Umboðsmaður fagnar sérstaklega ákvæði 3. gr. frumvarpsins sem gerir ráð fyrir því að velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og embætti landlæknis standi sameiginlega að fræðslu til að koma í veg fyrir að almenningur og sér í lagi ungt fólk verði fyrir heilsutjóni vegna neyslu á frammistöðubætandi efnum. Að mati umboðsmanns barna er afar brýnt að unnið sé að því að efla forvarnir og bæta fræðslu á þessu sviði þannig að ungt fólk í íþróttum fái viðeigandi upplýsingar sem geri þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um eigin heilsu. Þannig má koma í veg fyrir að ungt fólk verði fyrir alvarlegu og varanlegu heilsutjóni vegna notkunar á skaðlegum efnum.

 

 

Virðingarfyllst,

Salvör Nordal,

umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica