Frumvarp til laga um almenn hegningarlög - kynferðisbrot gegn börnum
Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík
Reykjavík, 19. nóvember 2001
Tilvísun: UB 0111/4.1.1
Efni: Frumvarp til laga um almenn hegningarlög - kynferðisbrot gegn börnum
Vísað er til bréfs allsherjarnefndar Alþingis, dagsett 8. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir umsögn minni um ofangreint frumvarp.
Ég lýsi yfir ánægju minni með framkomið frumvarp, sem miðar að ríkari refsivernd barna gegn kynferðisbrotum. Mikilvægi þeirrar verndar er óumdeilt og tel ég frumvarpið skref í þá átt að íslenska ríkið uppfylli skuldbindingar sínar samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í 19. gr. sáttmálans kemur fram, að aðildarríki skuldbindi sig til að gera allar viðeigandi ráðstafanir til vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, þar á meðal kynferðislegri misnotkun.
Með þessum orðum fagna ég framkomnu frumvarpi og vænti þess að það verði samþykkt á hinu háa Alþingi.
Virðingarfyllst,
Þórhildur Líndal