7. desember 2020

Frásagnir barna af Covid

Umboðsmaður barna safnar enn á ný frásögnum um sýn og reynslu barna af því að vera barn á tímum heimsfaraldrar. 

Fyrr á þessu ári óskaði umboðsmaður barna eftir frásögnum barna um líðan þeirra, sýn og reynslu af því að vera barn á þessum tímum. Kórónuveirufaraldurinn hafði þá  haft mikil áhrif á daglegt líf barna, svo sem skólagöngu, tómstundir og aðstæður þeirra heima fyrir. Við glímum enn við sömu áskoranir og því hefur umboðsmaður óskað eftir frásögnum barna á ný. 

Tilgangur verkefnisins er sem fyrr að safna saman hugleiðingum barna um líðan þeirra og reynslu af þeim breytingum sem kórónufaraldurinn hefur haft á daglegt líf. Það gæti verið á skólagöngu, þátttöku í tómstundum og aðstæður þeirra heima fyrir. Áskoranir eru ef til vill aðrar en í upphafi faraldursins og því mikilvægt að safna frásögnum þeirra í annað sinn. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica