11. janúar 2022

Framkvæmd sýnatöku

Umboðsmanni barna hafa borist ábendingar sem snúa að framkvæmd pcr-sýnatöku á börnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í kjölfar þeirra ábendinga sendi embættið bréf til forstjóra HSS þar sem þær voru áréttaðar.

Ábendingarnar snúa helst að tveimur þáttum. Umhverfi sýnatökunnar er ekki barnvænt og tekur ekki mið af þörfum barna og starfsmenn sem taka sýni af börnum hafa ekki fengið sérstaka þjálfun til að taka sýni af börnum eða eiga í samskiptum við börn.

Fyrir áramót sendi umboðsmaður barna keimlíkt bréf til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og benti á mikilvægi þess að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatökur barna séu eins barnvænar og kostur er. Svar við því erindi hefur þó enn ekki borist. 

Mikilvægt er að barn upplifi sig öruggt við sýnatöku.

Undanfarið hefur fjöldi barna farið í PCR-sýnatöku og gera má ráð fyrir að þeim fjölgi á næstunni. Það er því afar mikilvægt að tekið sé tillit til þessara þátta og hafa í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöður getur valdið börnum miklum kvíða. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica