2. mars 2018

Föstudagsfræðsla starfsfólks

Föstudagsfræðsla er vettvangur þar sem starfsfólk skrifstofunnar eða annað fagfólk deilir þeirri þekkingu sem það býr yfir hvað varðar málefni barna.

Föstudagsfræðsla er vettvangur þar sem starfsfólk skrifstofunnar eða annað fagfólk deilir þeirri þekkingu sem það býr yfir hvað varðar málefni barna. Á föstudagsfræðslunni í dag kom Sigrún Júlíusdóttir Prófessor til okkar og sagði frá rannsókn um stöðu barna við andlát foreldris. 

Markmið þeirra rannsóknar er að varpa ljósi á stöðu barns við andlát foreldris, meðal annars með því að beina athygli að þörfum og sjálfstæðum rétti barnsins og hver eigi að standa vörð um það. Í máli Sigrúnar kom í ljós að vel þarf að huga að þeim börnum sem eru í þessari stöðu og þar getur réttur undirbúningur skipt sköpum. Hægt er að lesa fyrsta hluta þessara rannsóknar á vefsíðu Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF)

 

Mynd af lögfræðingi, umboðsmanni barna og Sigrúnu Júlíusdóttur Prófessor

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica