Erindi til Kópavogsbæjar í kjölfar dóms
Í dag sendi umboðsmaður barna bréf til Kópavogsbæjar þar sem óskað var eftir upplýsingum og skýringum á ýmsum málum er varðar þjónustu við fötluð börn, vinnulagi og nýlegum dóm héraðsdóms Reykjaness.
Hlutverk umboðsmanns barna samkvæmt lögum nr. 83/1994 er að vinna að því að m.a. stjórnvöld taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Í starfi sínu skal umboðsmaður barna setja fram ábendingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag barna á öllum sviðum samfélagsins. Þá kemur fram í 5. gr. sömu laga að stjórnvöldum er skylt, þrátt fyrir þagnarskyldu, að veita umboðsmanni barna allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu.
Með vísan til 5. gr. laga nr. 83/1994, óskaði embætti umboðsmanns barna eftir upplýsingum og skýringum frá Kópavogsbæ í kjölfar dóms hérðasdóms Reykjaness í máli þar sem þroskaþjálfi, fyrrverandi starfsmaður leikskóla í sveitarfélaginu, var sakfelld fyrir ofbeldi gegn fötluðu barni.
Bréf umboðsmanns barna til Kópavogsbæjar, dagsett 15. maí 2020.
Uppfært 12.06.2020
Eftirfarandi svar barst frá Kópavogsbæ 03. júní 2020:
Svar Kópavogsbæjar við erindi umboðsmanns barna.