30. október 2009

Erindi starfsmanna umboðsmanns barna á málþingum í dag

Í dag, föstudaginn 30. október, munu tveir starfsmenn embættisins umboðsmanns barna halda erindi á málþingum.

Í dag, föstudaginn 30. október, munu tveir starfsmenn embættisins umboðsmanns barna halda erindi á málþingum.

Annars vegar er um að ræða Þjóðarspegilinn 2009, rannsóknir í félagsvísindum X., sem haldinn er í Háskóla Íslands í dag. Þar mun Elísabet Gísladóttir lögfræðingur fjalla um áhrif heimilisofbeldis á ákvarðanir um umgengni í Málstofu III  í Lögbergi 201 kl. 15.

Hins vegar er um að ræða málþings Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Föruneyti barnsins - velferð og veruleiki. Þar mun Eðvald Einar Stefánsson sérfræðingur fjalla um stofnun barnamenningarhúss í málstofunni Barna- og unglingamenning í stofu E-301 í gamla Kennaraháskólanum kl. 16.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica