Embætti umboðsmanns barna erlendis
Viðvera starfsfólks er minni á skrifstofunni fram yfir næstu helgi vegna heimsóknar til umboðsmanns barna í París og ráðstefnu í Strasbourg, Frakklandi.
Starfsfólk embættis umboðsmanns barna hélt til Frakklands í byrjun vikunnar á fundi og ráðstefnu. Því má búast við minni viðveru á skrifstofunni.
Í gær heimsótti embættið umboðsmanns barna í Frakklandi Eric Delemar og skrifstofu hans í París, Frakklandi. Í kjölfarið var ferðinni heitið til Strasbourg þar sem fer fram ráðstefna á vegum Evrópuráðsins í réttindum barna. Hægt er að lesa nánar um ráðstefnuna hér.
Salvör Nordal umboðsmaður barna á Íslandi og Eric Delemar umboðsmaður barna í Frakklandi