Embætti umboðsmanns barna á NV landi
Umboðsmaður barna ásamt starfsfólki embættisins hefur í þessari viku verið á ferð um Norðvesturland og heimsótt sveitarfélögin Húnaþing vestra, Skagaströnd og Húnabyggð.
Heimsóttir hafa verið skólar sveitarfélaganna og þau sem starfa að málefnum barna hjá sveitarfélögunum. Í heimsókninni hefur umboðsmaður barna átt fundi með nemendum og ungmennaráðum til að heyra hvað helst brennur á þeim.
Umboðsmaður barna leggur áherslu á að efla tengsl við börn um land allt og er ferðin hluti af áætlun um að heimsækja sem flest sveitarfélög.