Dagur mannréttinda barna er í dag
Í dag 20. nóvember er dagur mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmálans og var deginum víða fagnað.
Margt var gert til að fagna degi mannréttinda barna. Nú vefsíða um barnasáttmálann var opnuð og umboðsmaður barna stóð fyrir málþinginu Áhrif barna:Tækifæri, leiðir og framkvæmd sem streymt var á facebook síðu embættisins og er það nú aðgengilegt þar. Á þeirri síðu má einnig horfa á erindi Ísaks Huga og Ólafar Völu sem fjallar meðal annars um upplifun þeirra sjálfra af að vera barn á tímum kórónuveirunnar og um þau áhrif sem ráðgjafarhópur umboðsmanns barna veitir þeim.
Þá ritaði ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna grein sem ber heitið Látum raddir barna heyrast og birtist á Vísi.is.
Einnig birtist grein eftir umboðsmann barna í Morgunblaðinu.