23. febrúar 2024

Dagur heyrnar

Ráðstefna um hljóðvist í skólum, forvarnir og breytt viðhorf til heyrnarverndar barna verður haldin í Salnum Kópavogi föstudaginn 1. mars. 

Í tilefni af degi heyrnar, sem er þann 3. mars ár hvert, efnir umboðsmaður barna ásamt Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Vinnueftirlitinu og Embætti landlæknis til ráðstefnu um hljóðvist í skólum, forvarnir og breytt viðhorf til heyrnarverndar barna. 

Ráðstefnan fer fram í Salnum Kópavogi föstudaginn 1. mars frá klukkan 9:30 - 12:00. Sjá nánari upplýsingar á síðu viðburðarins

Uppfært 22.03.2024 - upptaka af fundinum má finna hér fyrir neðan og á YouTube síðu Heyrnar- og talmeinastöðvar

https://youtu.be/hIyqLEnyERU?si=6Rzvcz4h1JRyVEdc

Dagskra-dagur-heyrnar-mars24



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica