10. nóvember 2015

Dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti ár hvert. Í tilefni af þeim degi var haldin hátíðardagskrá í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi mánudaginn 9. nóvember sl. Á þeirri dagskrá kynnti Barnaheill verkefni sitt sem ber heitið „Vinátta (Fri for mobberi)“. Nánari upplýsingar um það verkefni má fá á vefsíðu Barnaheilla.

 Þá veitti Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra hvatningarverðlaun sem fóru að þessu sinni til verkefnisins „Vinsamlegt samfélag“. Nanna N. Christiansen, verkefnastjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd starfshópsins. Nánar má lesa um verkefnið á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Þá vekjum við sérstaka athygli á þau myndbönd sem gerð voru á vegum verkefnisins í tilefni dagsins. Hægt er að sjá þau með því að smella á þennan tengil hér

 

 

Gegneinelti


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica