19. maí 2023

Dagur barnsins

Dagur barnsins er á sunnudagin 21. maí og hvetjum við börn og fjölskyldur þeirra að njóta góðra og jákvæðra samveru með þeim hætti sem hentar hverjum og einum.

Þann 2. október 2017 samþykkti ríkisstjórnin tillögu félagsmálaráðherra um að sérstakur dagur verði helgaður börnum hér á landi. Í tillögunni er lagt til að síðasti sunnudagur í maí ár hvert verði „dagur barnsins að því undanskildu að beri daginn upp á hvítasunnudag skal hann vera næsti sunnudagur á undan hvítasunnudegi. Þessi tími var meðal annars talinn æskilegur þar sem framundan eru skólalok og upphaf sumarfría.

Fyrsti dagur barnsins var 25. maí 2008 og var þeim degi vel tekið. Börn og foreldrar gerðu sér glaðan dag og víða um land skipulögðu sveitarfélög ýmis konar dagskrá og viðburði til að gera daginn sem ánægjulegastan. Eitt helsta markmið dagsins er að gera börnum hátt undir höfði og hvetja til jákvæðrar og ánægjulegrar samverustunda barna, foreldra og annarra sem vilja gleðjast með börnunum í tilefni dagsins.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica