3. desember 2024

Breytingar á starfsliði embættisins

Breytingar hafa orðið á starfsliði embættisins en Guðlaug Edda Hannesdóttir hóf störf sem sérfræðingur í þátttöku barna í byrjun nóvember. 

Hlutverk hennar hjá embættinu verður að halda utan um ráðgjafahóp umboðsmanns barna og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, ásamt því að sjá um viðburði, heimasíðu, samfélagsmiðla og fræðsluefni á vegum embættisins. Guðlaug Edda er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og hefur einnig lokið námsvist við Stanford háskóla í Kaliforníu þar sem hún lagði stund á alþjóðasamskipti. Hún hefur starfað sem sjálfstætt starfandi blaðamaður og á að baki langan feril sem atvinnukona í þríþraut hjá Þríþrautarsambandi Íslands og Ólympíusambandi Íslands. Guðlaug Edda hefur víðtæka reynslu af kynningarmálum og samskiptum í gegnum starf sitt sem afreksíþróttakona og hefur m.a haldið fjölda fyrirlestra fyrir börn og ungmenni um mikilvægi íþrótta sem forvarna. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Þá hefur Andrea Rói Sigurbjörns hætt störfum hjá embættinu og snúið sér að fullu að starfi sínu sem forstöðumaður Reykjadals og forstöðumanneskja hjá Samtökunum 78. Andrea Rói hefur um árabil haldið utan um þátttöku barna hjá umboðsmanni barna með framúrskarandi árangri. Við þökkum Andreu Róa kærlega fyrir góð störf í þágu embættisins með óskum um velfarnað í framtíðinni. 

Gudlaug-Edda


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica