Bréf til ráðherra vegna biðlista
Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður barna, frá því í desember 2021, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum.
Nýjar upplýsingar voru birtar hér á vefsíðunni þann 26. febrúar sl. og sýna þær nokkuð skýrt að staðan er ekki góð.
Embættið sendi því bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem óskað er eftir upplýsingum um það hvernig ráðherrar hyggist bregðast við þeirri stöðu.
Uppfært: Svör sem borist hafa embættinu ...
- Svar frá heilbrigðisráðuneytinu barst með tölvupósti þann 9. júlí 2024
- Svar frá mennta- og barnamálaráðuneytinu barst með tölvupósti þann 24. september 2024
- Svar frá dómsmálaráðuneytinu barst með tölvupósti þann 16. desember 2024