Börnum frá Grindavík boðið til sérstaks fundar
Umboðsmaður barna heldur fund með börnum frá Grindavík fimmtudaginn 7. mars nk. í Laugardalshöll.
Markmið fundarins er að heyra hvað þeim liggur á hjarta og hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við núverandi aðstæður.
Fundurinn er skiplagður í samvinnu við bæjaryfirvöld Grindavíkur.
Áhersla verður lögð á að skapa vettvang sem er á forsendum barnanna sjálfra þar sem þau fá að ráða þeim málefnum sem rædd verða. Börnin koma til með að vinna saman að skilaboðum til ríkisstjórnarinnar og mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpa fundinn. Embætti umboðsmanns barna mun fylgja þeim skilaboðum eftir við stjórnvöld.